Staðsetning
Selfoss
Massey Ferguson hefur hannað trausta og áreiðanlega rúllusamstæðu sem bændur nútímans geta treist á.
Haft er að leiðarljósi við gerð vélarinnar styrkur, áreiðanleiki og ekki síst einfaldleiki í notkun.
Vélin er afar einföld fyrir stjórnandan og þægileg í umgengni, svo sem umskipti netrúlla, plastrúlla í pökkunarborði og svo daglegu viðhaldi svo sem hreinsun og smurningu.
Hún vinnur alla ferla sína með miklum áreiðanleika og nákvæmni. Er lipur og þægileg aftan í dráttarvélinni og fer vel með það land sem hún fer yfir.
Sópvindan
Með hönnun sinni á brautarlausri sópvindu hefur Massey Ferguson tekist að auka innmötunnarhraða, minnka hávaða og dregið úr viðhaldsþörf með fækkun hreyfanlegra hluta.
Sópurinn hefur 5 tindaraðir og er boðin í vinnslubreidd 2,25 m eða 2,40 m er staðsettur mjög nálægt hnífavalsinum sem tryggir öruggari innmötun og minkar hættu á stíflum.
Skurðarbúnaður
Xtra-cut heysöxunarbúnaður er fáanlegur í 3 útfærslum með 13, 17 eða 25 hnífum.
17 og 25 hnífaborðunum er skipt upp í 2 sett af hnífabönkum. Notandin getur valið úr í stjórntölvu 3 notkunarmöguleika, 1 sett í notkun, 2 sett í notkun eða engin hnífur í notkun.
Hnífarnir eru þeir lengstu á markaðinum og útfærðir á þann máta að ekkert hey fari óskorið fram hjá þeim.
Öflugur hnífavals flytur heyið yfir hnífana.
Stíflulosun
Hydroflex control stíflulosun er staðalbúnaður sem eikur afköst og þægindi.
Hydroflex vinnur á tvennan máta,
Komi stór stífla í innmötun heysins setur stjórnandin að stað vökvastýrt ferli sem lækkar aftari hluta innmötunargólfsins. Heyið á þá greiða leið í gegn og inn í vélina.
Rúlluhólfið
Rúlluhólfið er gert úr 18 stk „Powergrip“keflum með 10 riflum á hverju kefli.
Hönnun, gæði og áreiðanleiki þeirra er þekkt og hafa þau sannað sig undir miklu álagi.
Lögun rúlluhólfsins er með „spíral“ form sem hefur örlítið minna þvermál að framan. Þetta auðveldar inntöku og snúning heysins, eykur þéttleika rúllunar og tyggir góða ásetningu netsins.
Ný hönnun rúllusamstæðunnar hefur minna innmötunar horn og er lægra byggð. Það gerir innmötun auðveldari og vélin er öruggari í notkun í hæðóttu og hallandi landi.
Netbinding
Varionet netbindikerfið er þrautreynt og er hannað til að ráða við mismunandi breiddir og stærðir netrúlla.
Það skilar fastri bindingu sem heldur fast utan um rúlluna svo hún er sem þéttust.
Geymsluhólf fyrir auka netrúllu er staðsett þannig að auðvelt og fljótlegt er að koma henni í notkunnarstöðu.
Stjórnbox
Rúllusamstæðan er ISOBUS samhæfð og þarf því ekki stjórnbox í því tilviki sem dráttarvélin er einnig ISOBUS samhæfð.
Í þeim tilvikum sem dráttarvélin er ekki ISOBUS samhæfð er notað E-link PRO isobus stjórnbox með snertiskjá og í lit. (þetta stjórnbox má nota á öll ISOBUS samhæfð tæki frá Massey Ferguson)
Stjórnkerfið er afar notandavænt og auðvelt, myndrænar skýringar og stuttur aðgangur að hverri aðgerð, svo sem myndavél, stjórnun hnífa, stilling bindinets, túnnamynni, stilling plastbúnaðar, vinna á flatlendi – vinna í hallandi landi, stíflulosun og fl.
Stjórnbox fyrir handvirkar aðgerðir er staðsett á pökkunarvél til þæginda við umskipti á pökkunarplasti.
E-link Pro Isobus ISOBUS Stjórnbox handvirkra aðgerða á pökkunarvél
Drifbúnaður
Aflúttaksknúið drif rúlluvélarinnar deilir drifkraftinum til beggja hliða.
Annarsvegar til að kníja hnífavalsin og hins vegar til að kníja kefli vélarinnar.
Legur rúlluvélarinnar eru byggðar til að bera mikið álag.
Hönnun leguhaldara fyrir keflin býður upp á smávægilegan hreyfanleika keflana sem minkar líkur á yfirálagstjóni.
Sjálfvirkt smurkerfi er fyrir legur keflana.
Keðjur eru úr hágæða stáli og er sjálfvirkt smurkerfi sem tyggir þeim næga smurningu.
Færsla rúllu
Massey Ferguson hefur hannað færsluferli rúllunnar úr rúlluhólfinu yfir á pökkunnarborðið afar vel og er færsluferli stutt.
Þegar rúlluhólfið oppnast tekur færsluskúffa / armur við henni, þessi skúffa hefur stýringar á báðum hliðum sem tryggir að rúllan fer á mitt pökkunnarborðið, jafnvel í hallandi landi. Pökkunarborðinu er hallað á móti skúffuni til að tryggja enn frekar örugga færslu rúllunar og stytta færslutíman. Pökkun rúllunar er hafin áður en lokið hefur náð að lokast.
Ferli frá því að rúlluhólf oppnast þar til það er lokað aftur er aðeins 9 sekundur.
Pökkun
Pökkunarborðið er lágbyggt og í láréttri stöðu sem tryggir örugga og hraða pökkun janvel í hallandi landi. Pökkunarhringur vökvadrifin og knúin tveim gúmmíhjólum er með tvö plastkefli sem snúast hringin í kring um rúlluna sem gefur jafna og góða strekkingu á plastfilmuna. Keflahaldararnir hafa skinjara sem gefa upplýsingar um stöðu plastsins, í notkun-slitið-búið.
Hægt er að ráða strekkingu plastsins með að skipta út tannhjólum í plasthöldurunum og er val um 55%, 70% eða 90%. Ræðst af gerð plast sem notað er.
Að pökkun lokinni er pökkunarborðinu hallað og rúllan lögð mjúklega að jörðu.
Aðgerðum og ferli pökkunarferilsins er stjórnað úr stjórntölvu hjá ökumanni og er val um handvirka eða sjálfvirka stjórnun.
Stjórnbox er staðsett á vinstri hlið vélarinnar fast við pökkunarhringin þar sem hægt er að framkvæma handvirka stjórnun búnaðarins.
Myndavél sem nær yfir svæði pökkunarferlis birtir mynd í stjórntölvu og hefur stjórnandi góða yfirsýn yfir vinnsluferlið.
Yfirsýn vélar
Öflug sambyggð rúllu og pökkunarvél:
Þvermál rúllu 1,25 m.
Breidd rúllu 1,23 m.
Rúmmál 1,5 rúmmetrar.
Dekk 620/55R26,5
Aflþörf í Kw og Hp 75 / 120
Vökvastútar 2 + LS tenging
Í fluttningstöðu: Lengd 5,9 m Hæð 3,0 m Breidd 285 m Þyngd um 5,995 kg
Upplýsingar hjá sölumönnum í síma
4800080
4800400
Selfoss