Lýsing
Massey Ferguson 1402 TRC PRO
4 stjörnu rakstravél
Ný öflug vél fyrir nútímabændur
4 stjörnu rakstravél með vökvastilltri vinnslubreidd frá 11,5 til 14,0 m.
Vélin hefur sterkar stjörnur, týpu 5 sem er með smurfríar legur á 12 örmum, 4 tindum á hverjum arm. Þvermál hverrar stjörnu er 3,2 m. Armar eru umskiptanlegir hver um sig inn að braut, festir með aðeins 3 boltum. Brautin er stillanleg á einfaldan máta til að flíta/seinka upptöku tinda og móta múgan að þinni ósk.
Sjálfvirk múgjöfnun gefur jafnari og betri múga
„Cardina“ fjöðrun á hverri stjörnu tryggir að hún fylgir landi afar vel.
„Jet“ hönnun gefur að fremri hluti stjörnu lyftist fyrst í hífingu en aftari hluti stjörnu nemur fyrst við jörðu í sigi. Vélin er því ekki að róta jarðvegi upp í heyið.
Tímasetning milli fremmri og aftari stjarna við hífingu/sig stillist með stjórnkerfi.
Stjörnujafnari tryggir að hliðstæðar stjörnur framan/aftan lyftast og síga samhliða sem tryggir stöðugleika í snúningi við enda túnspildunar.
Tandem hjólabúnaður á aftari stjörnur.
Loftvagnbremsur á flutningshjólum.
Vélin vinnur með „Load Sensing“ álagstýrðu vökvakerfi og er þess krafist frá dráttarvél.
Stjórnkerfi er ISOBUS og því hægt að nota skjá dráttarvélarinnar.
Stjórnun er fjölþætt og einföld
Allar stillingar afar einfaldar
Í flutnigsstöðu:
Breidd ................................. 2,99m
Hæð með tindaörmum........ 3,99m
Hæð án tindaarma ............. 3,40m
Lengd ..................................10,00m
Þyngd .................................6,000kg
Sölumenn 4800400 4800000
Smellið á myndir í myndagallerí til að stækka þær
Tæknilegar upplýsingar
-
ÁstandNýtt